Umræðufundur umhverfisnefndar Álftaness um umhverfismál

Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður fjallaði m.a. um loftlagsbreytingar í erindi sínu. Hann sagði að umræðan væri oft á tíðum svo tæknileg og flókin að venjulegt fólk hefði ekki tilfinningu fyrir viðfangsefninu. Hann velti því fyrir sér hvort nýleg orð Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, myndu leiða til fleiri virkjana hér á landi þar sem fögrum ósnertum landsvæðum yrði fórnað, en hann hrósaði Íslendingum einmitt fyrir virkjanastefnu sína því hér væri orkan vistvænni en annars staðar. Hjálmar velti orðinu „heimkynni“ fyrir sér, að það væri í raun eitthvað sem væri ein heild, þ.e. náttúran, bæir, borgir og sagan. Hann sagði okkur þurfa að þekkja heimkynni okkar til þess að kunna á þau verðmæti sem felast í samspili þessara þátta.

meira