HjalmarSveinsson
Ég hef starfað við þáttagerð í Ríkisútvarpinu frá 1997 og verið umsjónarmaður þáttanna Spegillinn og Krossgötur. Þar hef ég fjallað ítarlega um borgarsamfélagið, skipulagsmál, skólamál, hnattvæðingu, lýðræði og umhverfismál. Ég hef unnið við leiðsögn á hálendi Íslands og í evrópskum borgum, kennt við Listaháskóla Íslands og haldið námskeið við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Ég hef skrifað, ritstýrt og gefið út nokkrar bækur um íslenska listamenn og borgarskáld - Rósku, Megas, Dag Sigurðarson og Elías Mar.

Ég er stofnandi og aðalritstjóri
ATVIKS ritraðarinnar. Þar hef ég meðal annars ritstýrt og skrifað formála að greinarsöfnum eftir Susan Sontag og Walter Benjamin.

Fyrir tveimur árum fór ég að stunda langhlaup og hleyp nú reglulega með hinum göfugu
Hlaupasamtökum Lýðveldisins. Ég hef þegar hlaupið heilt og hálft maraþon í Berlín og í Reykjavík. Reykjavík frábær hlaupaborg, sama má segja um Berlín. Ég er með MA gráðu í heimspeki frá Freie Universität í Berlín þar sem ég var við nám og störf árin 1986 -1997.

hjalmar_4
Eiginkona mín er Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistakona og ferðaskipuleggjandi. Börn: Borghildur 22 ára, nýútskrifuð í arkitektúr við Listaháskóla Íslands, Hulda Ragnhildur 14 ára, sem er í 9. bekk Austurbæjarskóla og Vilhjálmur Yngvi 12 ára, hann er í 7. bekk í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum.











Ræðumaður á Austurvelli, mars 2009


hjalmar
Hjálmar talar um borgina