Staða Íslands: þrotríkið
Í þættinum er rætt við Val Ingimundarson sagnfræðing um stöðu Íslands. Valur heldur því fram að íslenska þjóðin sé nú í sporum þrotþjóðar - þjóðar sem hefur rekið í siðferðilegt og pólitískt gjaldþrot. Pólitískar hreinsanir hafi þegar átt sér stað, nú taki við sársaukafullt sátta- og sannleiksferli. Valur telur það barnaskap hjá Íslendingum að telja að einstakar vinaþjóðir komi þeim til bjargar. Einnig er rætt við Margréti Celu, doktorsnema við Háskólann í Lappland um evrópuvæðingu varnar og öryggismála. Þjóðfundinn ber líka á góma í Krossgötum . Salvör Nordal forstöðumaður siðfræðistofnunar ber gildi þjóðfundar saman við fjórar höfuðdyggðir Grikkja. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur ræðir einnig um gildin og segir að þau séu ákall til Íslenskra stjórnmálamanna um meiri heiðarleika og að sýna eigin starfi meiri virðingu.
Í þættinum er rætt við Val Ingimundarson sagnfræðing um stöðu Íslands. Valur heldur því fram að íslenska þjóðin sé nú í sporum þrotþjóðar - þjóðar sem hefur rekið í siðferðilegt og pólitískt gjaldþrot. Pólitískar hreinsanir hafi þegar átt sér stað, nú taki við sársaukafullt sátta- og sannleiksferli. Valur telur það barnaskap hjá Íslendingum að telja að einstakar vinaþjóðir komi þeim til bjargar. Einnig er rætt við Margréti Celu, doktorsnema við Háskólann í Lappland um evrópuvæðingu varnar og öryggismála. Þjóðfundinn ber líka á góma í Krossgötum . Salvör Nordal forstöðumaður siðfræðistofnunar ber gildi þjóðfundar saman við fjórar höfuðdyggðir Grikkja. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur ræðir einnig um gildin og segir að þau séu ákall til Íslenskra stjórnmálamanna um meiri heiðarleika og að sýna eigin starfi meiri virðingu.