Hjálmar Sveinsson fær viðurkenningu Alþjóðahúss en hann hefur hefur lagt sig fram við að lýsa og túlka þær miklu þjóðfélagsbreytingar sem eiga sér stað núna vegna alþjóðavæðingar og loftslagsbreytinga í starfi sínu sem dagskrárgerðarmaður á RÚV undanfarinn áratug. Hjálmar, sem var einn af stofnendum fréttaskýringaþáttarins Spegilsins, er hlutlaus samfélagsgagnrýnandi sem kemst að kjarna málsins.