Hjálmar talar um borgina
- Ég tel þörf á endurnýjun í íslenskum stjórnmálum.
- Ég tel brýnt að samvinna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verði aukin á sviði landnotkunar, byggðaþróunar, samgangna og umhverfismála. Smákóngaveldi sveitarstjóranna hefur reynst okkur dýrkeypt.
- Ég vil tryggja að almannahagsmunir ráði ferð í borginni en ekki sérhagsmunir fjárfesta og verktaka.
- Ég tel að sjálft borgarumhverfið sé eitt brýnasta hagsmunamál íbúanna. Þar á að ríkja meiri fegurð og meira félagslegt réttlæti.
- Ég hef trú á skólum borgarinnar. Við, höfuðborgarbúarnir, eigum að snúa vörn í sókn og efla skólastarfið frekar en að skera það niður.